Skilmálar

Meðferð persónuupplýsinga

Þegar þú heimsækir vefinn MEIDUR.IS þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Meiður virðir friðhelgi persónuupplýsinga og miðlum við þeim upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða í öðrum snjalltækjum þegar þú heimsækir vefsíðu. Vefurinn meidur.is styðst við vefkökur sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja notanda hámarks virkni síðunnar.

Upplýsingar um kaupanda

Upplýsingar um kaupendur á vefverslun Meiðs eru nauðsynlegar til að hægt sé að afgreiða umbeðnar pantanir og koma þeim til skila. Á vefsíðu Meiðs þarf kaupandi að fylla út upplýsingar um fullt nafn, heimilisfang, póstnúmer, land, netfang og símanúmer. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar í þeim tilgangi að koma vörum til skila. Upplýsingarnar verða ekki afhentar þriðja aðila,

Skilmálar vefverslunar:

Almennt

Seljandi á viðarvörum er Meiður Trésmiðja ehf. kt. 550507-0560, Bæjarhrauni 24, 220 Hafnarfjörður. VSK-númer 118048. Skilmálar þessir eru staðfestir af kaupanda með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir vöru. Framangreindur aðili er eigandi vefsíðunnar.

Pantanir

Meiður áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Vinsamlegast athugið að aðeins er fáanlegt eitt eintak af hverri og einni vöru og engin vara er eins, þar sem vörurnar eru handgerðar úr náttúrulegum viðartegundum. Kaupandi getur eftir atvikum haft samband við Meið og óskað eftir að tiltekin vara sé útbúin, í samræmi við sambærilegar vörur eða eftir því sem kaupandi óskar í samræmi við þá framleiðslu sem Meiður hefur á höndum.


Afhending vöru
Eftir að pöntun hefur borist Meið er pöntunin send eftir 1-4 virka daga eða samkvæmt nánara samkomulagi. Ef óskað er eftir sérstökum sendingarmáta eða afhendingu skal hafa samband við Meið símleiðis eða með tölvupósti. Við getum ekki alltaf tryggt að ákveðin vara sé til þegar pöntun er tekin saman. Sé varan ekki til mun Meiður hafa samband. Öllum pöntunum er dreift af Meið eða Íslandspósti og í síðargreinda tilvikinu gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Meiður ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi með Íslandspósti. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Meið til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegu ástandi. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Meið með spurningar.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Síðast uppfært: 4.12.2020