Um okkur

Trésmiðjan Meiður er hönnunar- og framleiðslufyrirtæki sem framleiðir fallega og nytsama hluti fyrir heimilið. Meiður er rekið af hjónunum Herði Harðarsyni og Guðrúnu Hrund Sigurðardóttur. Hörður sem er smiður og Guðrún sem er menntaður hönnuður hafa á undanförnum árum þróað og unnið vörur til heimilisins sem þau vinna sjálf frá grunni á verkstæði sínu í Hafnarfirði.

Við kappkostum við að hafa vörurnar og framleiðsluna sem umhverfisvænasta og nýtum við sem mest af þeim afgöngum sem falla til. Eingöngu er notaður ofnþurrkaður viður í gripina aðallega hnota og eik en einnig tekk, íslenskt gullregn, reyniviður, hlynur, mahoní, sebraviður o.fl. viðartegundir. Hönnun varanna miðast við útlit og lögun viðarins hverju sinni og má því segja að náttúran hjálpi okkur að hanna hvern grip. Eðli málsins samkvæmt er aðeins eitt eintak fáanlegt af hverri og einni vöru og má því með sanni segja að hver vara sé einstök.

Trésmiðjan Meiður hlaut titilinn ,,Handverksmaður ársins" árið 2019 á Handverkshátíðinni í Hrafnagili.

Við sendum frítt innanlands ef verslað er fyrir 6500 kr. eða meira.