Málverk

ÍMYNDIR  

Guðrún Hrund Sigurðardóttir er annar eiganda Meiðs trésmiðju en hún er jafnframt meðlimur í Gallery Art67 listagalleríi Laugavegi 61 þar sem nálgast má málverk hennar.

Guðrún er menntaður textílkennari frá KHÍ og jafnframt menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns mode- og design skole í Kaupmannahöfn. Hún hefur fengist við málun og teikningu frá unga aldri og sótt fjöldan allan af námskeiðum í listsköpun bæði hér heima og erlendis.

,,Íslenskt landslag og íslensk birta heilla mig, hálendið, þokan og dulúðin. Í myndum mínum, sem ég kalla ÍMYNDIR, reyni ég að fanga þetta andrúmsloft þannig að hver og einn áhorfandi geti notið þess og upplifað á persónulegan hátt".

Guðrún Hrund