Tilbrigði við Boeuf Bourguignon

Uppskriftir

Tilbrigði við Boeuf Bourguignon
fyrir 4

3-4 msk. olía
700 g nautagúllas
2-3 beikonsneiðar, skornar í bita
2 msk. tómatþykkni
3 bollar nautasoð, Oscar
½ flaska rauðvín, helst frá Búrgundy
2 lárviðarlauf
ferskt timían
svartur pipar
salt
smjör
4-5 skalottlaukar, saxaðir
1 askja sveppir, skornir til helminga

Hitið ofninn í 160°C. Hitið olíu í potti (sem má fara í ofn). Steikið gúllasbitana við meðalhita og snúið af og til þar til bitarnir eru brúnaðir á öllum hliðum. Takið þá úr pottinum og geymið. Brúnið því næst beikonbitana í sama potti. Hellið þá rauðvíni í pottinn ásamt nautakrafti og tómatþykkni og látið krauma stutta stund. Bætið þá kjötinu út í pottinn ásamt lárviðarlaufi og tímían og blandið vel saman. Látið suðuna koma upp. Setjið því næst pottinn (með loki)í ofn. Á meðan steikið skallotlauk í smjöri og kryddið með timían og svörtum pipar. Steikið síðan sveppi í olíu. Takið pottinn úr ofninum og hellið lauk og sveppum út í. Steikið áfram í u.þ b. 2 klst. Berið fram með kartöflumús og/eða brauði. 

Older Post Newer Post


Leave a comment