
Þessi réttur er upprunninn frá munkum á Spáni og var afar vinsæll á föstunni þegar ekki mátti neyta kjöts.
Þetta er frábær réttur og einfaldur.
fyrir 4-6
- 1 laukur, saxaður
- 2-3 hvítlauksrif
- olía
- 300 g spínat
- salt
- pipar
- 400 g kartöflur, skrældar og skornar í þunnar sneiðar
- 800 g saltfiskur, helst hnakkastykki
- hveiti
- 3 dl kjúklingasoð
- 100 g geitaostur, má einnig nota rjómaost
Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíu. Bætið spínatinu saman við og steikið áfram. Hrærið í á meðan. Kryddið með salti og pipar. Setjið til hliðar. Steikið kartöflusneiðarnar í olíu á báðum hliðum þar til þær eru farnar að taka lit og færið þá síðan í eldfast mót. Setjið spínatblönduna þar ofan á. Veltið fiskbitunum upp úr hveiti og brúnið í olíu á báðum hliðum. Leggið þá bitana ofan á spínatblönduna og hellið soðinu yfir. Myljið ostinn jafnt yfir. Bakið við 190°C í u.þ.b. 10-15 mín. (fer eftir þykkt fiskbitanna).