Miðausturlenskt kjúklingasalat með litríku salsa

Uppskriftir

2-3 kjúklingabringur, skornar í sneiðar

Kryddlögur:
2 msk. olía
2 tsk. Baharat kryddblanda
1 tsk. túrmerik
örlítið af cayenne-eða chilipipar
2 msk. safi af sítrónu eða límónu

Blandið öllu vel saman og hellið yfir kjúklinginn. Látið liggja í leginum í 1-2 klst. Grillið bitana á vel heitu grilli eða grillpönnu í u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið.

Salsa:
2 plómutómatar, kjarnhreinsaðir og skornir smátt
½ agúrka, smátt skorin
½ lítill rauðlaukur, smátt skorinn
½ appelsínugul paprika, smátt skorin
½ mangó, smátt skorið
½ sítróna, safi
salt
pipar
fersk mynta eða kóríander, grófsaxað

Setjið tómata, agúrku, rauðlauk, paprika og mangó í skál og blandið varlega sama. Kreystið sítrónusafa yfir og saltið og piprið eftir smekk. Bætið síðan myntu út í og hrærið öllu saman. Setjið salsa á fat og leggið kjúklingabitana ofaná. Skreytið með fersku kóríander. Berið fram t.d. með grískri jógúrt.


Older Post


Leave a comment