Léttsaltaðir þorskhnakkar með grillaðri papriku og parmesan

UppskriftirÍ þennan rétt notuðum við léttsöltuð hnakkastykki en það má alveg eins nota ferska þorskhnakka.

  • 500-600 g saltfiskur, helst hnakkastykki
  • nýmalaður svartur pipar
  • 1 msk. olía
  • 1 krukka grilluð paprika,(190 g), olían sigtuð frá og paprikan skorin í litla bita
  • 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
nokkkur blöð ferskt basil eða oreganó
parmesanostur, rifinn

Hitið ofninn í 170°C. Skerið hnakkastykkin í hæfilega bita og raðið í eldfast mót. Piprið vel. Hitið olíu á pönnu. Steikið papriku og hvítlauk í nokkrar mínútur. Gætið þess að það brenni ekki og hrærið í af og til á meðan. Takið af hellunni og blandið basiliku eða oreganó saman við og kryddið með pipar eftir smekk. Skiptið blöndunni á milli hnakkastykkjanna og stráið að síðustu rifnum parmesanosti yfir.
Setjið í ofn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur eða eftir þykkt bitanna.
Berið fram með ofnsteiktum sætum kartöflum og salati.

Older Post Newer Post


Leave a comment