Kjúklingasalat

Uppskriftir

Kjúklingasalat með kröftugum kryddlegi
fyrir 4

4-500 g kjúklingalundir eða kjúklingabringur skornar í bita

Kryddlögur:
½ límóna, safi
1/2 msk. púðursykur
3 msk. sojasósa
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 cm bútur engifer, smátt saxað
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað eða chili-flögur þurrkaðar
1-2 msk. olía
kóríander, saxað
Blandið öllu saman í skál og hellið yfir kjúklinginn. Geymið í u.þ.b. 2 klst. Grillið kjúklinginn á vel heitri grillpönnu eða útigrilli í nokkrar mín. á hvorri hlið. Kælið.

salat eftir smekk t.d. íssalat
agúrka, skorin eftir endilöngu með ostaskera
1 gulrót, rifin
ferskt kóríander, saxað
kasjúhnetur, grófsaxaðar,

Setjið salat á disk ásamt agúrku og gulrót. Blandið varlega saman. Bætið þá kjúklingakjötinu saman við, hellið kryddleginum yfir og að lokum söxuðu kóríander. 

Older Post Newer Post


Leave a comment