Baka með sætum kartöflum og spínati

Uppskriftir

Baka með sætum kartöflum og spínati

smjördeig, 3 plötur (Findus)
olía
1 tsk. oregano
meðalstór sæt kartafla, skræld og skorin í bita
1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 askja sveppir, saxaðir
1 askja spínat, saxað
2 dl fetaostur í kryddlegi
rifinn parmesanostur
4 egg
2 dl rjómi
basilika, söxuð
salt
pipar

Fletjið deigið út þar til það er hæfilega þunnt og leggið í smurt bökuform og stráið oregano yfir. Penslið kantana með olíu. Sjóðið kartöflurnar í 5 mín. Hellið þá vatninu af og setjið i skál. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppi og hvítlauk í nokkrar mínútur eða þar til sveppirnir eru farnir að brúnast. Takið þá af pönnunni og setjið í skál ásamt kartöflunum. Steikið spínat á sömu pönnu í nokkrar mínútur og bætið síðan út í sveppablönduna. Saltið og piprið. Hellið blöndunni í bökubotninn og dreyfið fetaosti yfir ásamt rifnum parmesan. Þeytið saman egg og rjóma. Kryddið með salti og pipar. Hellið blöndunni yfir bökuna og stráið rifnum parmesanosti yfir ásamt basiliku. Bakið við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur. Berið fram með salati.

Older Post Newer Post


Leave a comment